Meðferð persónuupplýsinga og öryggisstefna

Meðferð persónuupplýsinga

Persónugreinanlegar upplýsingar

Áhættulausnir ehf. hlíta lögum númer 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Áhættulausnir ehf. leggja metnað í trúnað við viðskiptavini sína. Gögn sem innihalda persónuupplýsingar eru ekki látin þriðja aðila í té nema liggi fyrir skýrt umboð frá þeim sem persónuupplýsingar varða, þriðji aðili hafi heimild sem byggir á ákvæðum laga eða að fengnum dómsúrskurði.

Reglur Áhættulausna um tölvupóst frá félaginu

Upplýsingar sem koma fram í tölvupósti, sendum frá netföngum Áhættulausna ehf. eru trúnaðarupplýsingar og kunna að falla undir ákvæði um þagnarskyldu. Þessar upplýsingar eru eingöngu ætlaðar skráðum viðtakendum. Öllum öðrum er óheimill aðgangur að upplýsingum þeim sem koma fram í tölvupósti frá Áhættulausnum ehf. Ef þú ert ekki sá sem tölvupósturinn er ætlaður, er þér bent á að þér er óheimilt að upplýsa um tölvupóstinn, afrita hann eða dreifa honum og þér er einnig óheimilt að framkvæma, eða láta vera að framkvæma, einhverjar aðgerðir á grundvelli hans, en þessi háttsemi getur verið refsiverð að lögum.

Disclaimer

Information in email from Áhættulausnir is confidential and may be legally privileged. It is intended solely for the addressee. Access to email from Áhættulausnir by anyone else is unauthorized. If you are not the intended recipient, any disclosure, copying, distribution or any action taken or omitted to be taken in reliance on it, is prohibited and may be unlawful.

Öryggisstefna

 Það er ásetningur Áhættulausna ehf. að upplýsingar fyrirtækisins og viðskiptamanna þess séu varðar og öryggi þeirra tryggt á viðeigandi hátt í samræmi við verðmæti þeirra og þá áhættu sem til staðar er hverju sinni. Til að standa við þennan ásetning mun verða séð til þess að veitt verði nægilegum fjármunum og mannafla til verksins.

Öryggi felst í:

–  Leynd             Upplýsingar aðeins aðgengilegar þeim sem hafa aðgangsheimild.

–  Réttleika         Gæði upplýsinga tryggð – rétt gögn á hverjum tíma.

–  Tiltækileika     Aðgangur tryggður þegar þörf er á.

Öryggisstefnan stuðlar að vernd gegn óleyfilegum aðgangi, yfirfærslu, breytingum, skemmdum (viljandi eða óviljandi) og stuldi á upplýsingum og búnaði.

Öryggisstefnan er gerð með það í huga að uppfylla kröfur sem fram koma í leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2019, um rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila, lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lögum nr. 90/2018, um meðferð persónuupplýsinga og persónuvernd, ásamt öðrum lögum sem ná yfir starfsemi fyrirtækisins.

Til þess að uppfylla lög og reglugerðir hafa Áhættulausnir ehf. sett markmið og öryggiskröfur til reksturs upplýsingakerfa sinna í samræmi við umfang og áhættu.  Þessi markmið og öryggiskröfur eiga við hvort sem rekstri upplýsingakerfa Áhættulausna ehf. er útvistað eða ekki.

Umfang

Öryggisstefnan nær yfir alla starfsemi og starfstöðvar Áhættulausna.

Ábyrgð

Ábyrgð á framkvæmd öryggisstefnu liggur hjá framkvæmdastjóra.  Allir starfsmenn eru ábyrgir fyrir því að hlíta öryggisstefnunni.

Tilkynningar

Öllum starfsmönnum er skylt að tilkynna öryggisatvik sem þeir kunna að verða áskynja um.

Öryggisbrot

Áhersla er lögð á að fylgja settum öryggisstöðlum og vinnureglum. Starfsmönnum og þjónustuaðilum er skylt að fylgja öryggisstefnunni, leiðbeiningum um öryggi svo og öllum tilgreindum ráðstöfunum fyrirtækisins.  Brjóti þeir vísvitandi gegn þessum reglum mun verða beitt agaviðurlögum og eftir því sem við á ákvæðum laga.  Áhættulausnir ehf. áskilja sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum eftir því sem við á.

Dreifing, endurskoðun og útgáfa öryggisstefnu

Öryggisstefnan endurskoðast árlega og er aðgengileg fyrir alla starfsmenn og samstarfsaðila eftir því sem við á.

Hafa samband

Áhættulausnir ehf.

Suðurlandsbraut 4a, 4. hæð
P.O.Box 8135
128 Reykavík, Ísland
Kt. 650612-2130

+354 6181811

Senda skilaboð