Vátryggingaráðgjöf fyrirtækja

– er þitt fyrirtæki rétt vátryggt?

 

Um okkurpanta ráðgjöf

40 ára reynsla á vátryggingamarkaði

Áhættulausnir sérhæfa sig í ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana á sviði vátrygginga og áhættugreiningar. 

Við sjáum heildstætt um vátryggingamál þíns fyrirtækis.

Við leggjum áheyrslu á þjónustu við stærri fyrirtæki og búum yfir áratuga reynslu af þjónustu við fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum.

 

Hlutverk

Að stuðla að því að viðskiptavinir okkar nái markmiðum sínum

Markmið

Að ná heildstætt utan um þær áhættur sem kunna að ógna því að viðskiptavinir okkar nái markmiðum sínum og sjá til þess að þeir hafi rétta vátryggingavernd í samræmi við þarfir

Gildi

Traust – Metnaður – Frumkvæði

Vátryggingaráðgjöf

Á vátryggingasviðinu felur ráðgjöf okkar m.a. í sér þarfagreiningu og mótun vátryggingarstefnu. Við sjáum jafnframt um samningagerð við núverandi vátryggjanda eða gerð útboðsgagna og útboðsstýringu allt eftir óskum viðskiptavina okkar.  Í kjölfarið undirbúum við og komum á vátryggingasamningum og önnumst frágang og framkvæmd þeirra.

Við leggjum áherslu á gerð þjónustusamnings um viðskiptaumsjón, sem felur m.a. í sér samskipti við vátryggjanda, vöktun á vátryggingakjörum, umsjón, viðhald og framkvæmd vátryggingasamninga.

Áhættugreining

Á sviði áhættugreiningar leitum við leiða til að ná heildstætt utan um þær áhættur sem ógna því að viðskiptavinir okkar nái markmiðum sínum.  Áhættugreining er m.a. grundvöllur ákvarðana í tengslum við áhættustýringu sem og vátryggingakaup.

“Við stuðlum að því að viðskiptavinir okkar nái markmiðum sínum.”

Sveinn Segatta

Eigandi og framkvæmdastjóri

+354 6181811

Ingimar Sigurðsson

Ráðgjafi

+354 8967800

Sigurður Óli Kolbeinsson

Ráðgjafi

+354 8241050

Fréttir

Sigurður Óli Kolbeinsson hefur störf hjá Áhættulausnum.   

Sigurður Óli starfaði hjá Verði tryggingum frá 2007-2024. Fyrstu 5 árin sem framkvæmdastjóri tjónasviðs. Frá 2011-2024 var hann framkvæmdastjóri vátryggingasviðs þar sem unnið var m.a. að vöruþróun, verðlagningu, endurtryggingum, áhættumati, afkomugreiningum, gagnavinnslu, forvörnum o.fl. Þá er Sigurður Óli lögfræðingur að mennt og sá um langa hríð um lögfræðileg málefni fyrir Vörð.

    Hafa samband

    Áhættulausnir ehf.

    Suðurlandsbraut 4a, 4. hæð
    P.O.Box 8135
    128 Reykavík, Ísland
    Kt. 650612-2130

    +354 6181811

    Senda skilaboð