Um okkur
Reynsla og fagmennska
Við leggjum áherslu á þjónustu við stærri fyrirtæki og búum yfir áratuga reynslu í vátryggingaþjónustu við fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum.
“Við stuðlum að því að viðskiptavinir okkar nái markmiðum sínum.”
Sveinn Segatta
Eigandi og framkvæmdastjóri
Sveinn starfaði hjá Sjóvá samfleytt frá ársbyrjun 1983 til janúar 2012. Á um 30 ára starfsferli sínum sinnti Sveinn margvíslegum ábyrgðarstörfum, þ.m.t. umsjón lykilviðskiptavina, vöruþróun og endurtryggingum. Frá 2004-2008 var Sveinn framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og framkvæmdastjóri sameinaðs sviðs einstaklings- og fyrirtækjatrygginga frá 2008 til 2012.
+354 6181811
Ingimar Sigurðsson
Ráðgjafi
Ingimar starfaði hjá Tryggingamiðstöðinni frá 1977 til 2007 lengst af sem deildarstjóri atvinnurekstrartrygginga og endurtrygginga. Frá 2007 til ársloka 2017 var Ingimar forstöðumaður endurtrygginga hjá VÍS.
+354 8967800
Sigurður Óli Kolbeinsson
Ráðgjafi
Sigurður Óli starfaði hjá Verði tryggingum frá 2007-2024. Fyrstu 5 árin sem framkvæmdastjóri tjónasviðs. Frá 2011-2024 var hann framkvæmdastjóri vátryggingasviðs þar sem unnið var m.a. að vöruþróun, verðlagningu, endurtryggingum, áhættumati, afkomugreiningum, gagnavinnslu, forvörnum o.fl. Þá er Sigurður Óli lögfræðingur að mennt og sá um langa hríð um lögfræðileg málefni fyrir Vörð.
+354 8241050
Fyrirtækið
Áhættulausnir ehf. var stofnað í júní 2012. 100% hlutafjár er í eigu Sveins Segatta.
Kennitala Áhættulausna ehf. er 650612-2130
Vsknr. Áhættulausna ehf. er 111441
Áhættulausnir ehf. hafa starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem vátryggingamiðlun samkvæmt lögum nr. 62/2019, um dreifingu vátrygginga. Starfsleyfi Áhættulausna ehf. er bundið við miðlun frumtrygginga skv. 20. og 21. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, þó ekki til miðlunar vegna 4. tl. 1. mgr. 20. gr. sömu laga.
Áhættulausnir ehf. er með í gildi starfsábyrgðartryggingu vátryggingamiðlara, skv. 2. mgr. 12. gr. laga um dreifingu vátrygginga nr. 62/2019. Vátryggjandi er Vörður tryggingar hf.
Hvorki Áhættulausnir ehf. né eigandi fyrirtækisins eru í eignatengslum við vátryggingafélög eða önnur félög sem eru eignaraðilar í vátryggingafélögum.
Áhættulausnir ehf. starfa undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins www.fme.is
Samstarfsaðilar
Atradius hefur samið við Áhættulausnir um að gerast þjónustuaðili vátryggingafélagsins á Íslandi frá og með 1. janúar 2013. Atradius er eitt stærsta vátryggingafélag á sviði greiðslufallstrygginga (e. Credit Insurance) í heiminum.
Tenglar
Fjármálaeftirlitið – www.fme.is
The Risk Management Society – www.rims.org
Hafa samband
Áhættulausnir ehf.
Suðurlandsbraut 4a, 4. hæð
P.O.Box 8135
128 Reykavík, Ísland
Kt. 650612-2130
+354 6181811